header1

 

Markmið samtakanna

Landsbyggðin lifi - LBL, er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt.  

Áhersla er lögð á að tengja fólk saman og hjálpast að við að mynda sterk heildarsamtök, samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem hafa það á stefnuskrá sinni að styrkja og efla heimabyggð sína og stuðla þannig að samstiga þróun byggðamála um land allt bæði efnahags- og menningarlega.

Meginmarkmið og framtíðarsýn Landsbyggðin lifi -LBL er að stuðla að myndun samstöðuhópa, þ.e. framfara-, velferðar- eða þróunarfélaga, helst í hverju sveitarfélagi landsins, og jafnframt að miðla og dreifa upplýsingum og mynda góð tengsl þeirra á milli þeim til uppörvunar og leiðbeiningar og góðum málum til framdráttar.

Landsbyggðin lifi – LBL býður velkomin til samstarfs öll áhugamannafélög, sem þegar eru starfandi vítt og breitt um landið og vinna að bættum hag íbúanna og ánægjulegra lífi í hverju byggðarlagi. Nútímasamfélag byggist á því að slíkt takist.

Samtökin vilja auka bjartsýni unga fólksins á framtíðina, gleði þess yfir landinu, náttúru þess og möguleikum á hverjum stað með því að hvetja það til þátttöku í Landsbyggðin lifi – LBL.

Áhersla er lögð á gott samstarf aðildarfélaga innan Landsbyggðin lifi - LBL svo og við öll óháð félagasamtök sem starfa í þeim anda að styrkja heimabyggð sína - alls staðar á landinu.

Landsbyggðin lifi - LBL  taka þátt í erlendu starfi sambærilegra félaga, bæði á Norðurlöndum og víðar í Evrópu.

Fundarboð

Aðalfundur Landsbyggðarinnar lifi 2018 verður á Egilstöðum 3. nóvember n.k.

HNSL og Nordregion voru með fund á Dalvík 20. apríl 2018

 

European Rural Parliament

Þriðja Dreifbýlisþing Evrópu var haldið í Venhorst, Hollandi í október 2017. Ályktanir frá þinginu eru undir heimasíðu þess:

http://europeanruralparliament.com/

Ályktun 2017 á íslensku

Persónuafsláttur

Gamalt en gott!

Ályktun frá aðalfundi samtakanna Landsbyggðin lifi 2014, haldinn 28. september á Árskógsströnd í Dalvíkurbyggð.

Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi leggur til að persónuafsláttur verði hækkaður þannig að skattleysismörk verði jafnhá og lágmarksframfærsluviðmið einstaklings eins og þau eru metin af Velferðarráðuneytinu.  Það hlýtur að flokkast undir mannréttindi að vinna að þessu markmiði.