header1

 

Stefnumörkun LBL

Tilgangur:

Landsbyggðin lifi - LBL, er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt.

 • Að leggja fram okkar áherslur í byggðastefnu og taka þátt í mótun byggðastefnu fyrir Ísland til framtíðar.
 • Að vera tengiliður á milli félaga, einstaklinga og hópa með sambærilegar áherslur.
 • Að taka þátt í og afla þekkingar í gegnum erlent samstarf sambærilegra félaga.
 • Að vinna að hvers konar sameiginlegum hagsmunamálum íbúa landsins.

 Með hliðsjón af tilgangi samtakanna hefur stjórn LBL sett sér markmið og greint leiðir og skref að þeim.

Markmið

 • Áhersla er lögð á að tengja fólk saman og hjálpast að við að mynda sterk heildarsamtök þeirra sem vilja efla heimabyggð sína og stuðla þannig að samstíga þróun byggðamála um land allt bæði efnahags- og menningarlega.
 • Meginmarkmið og framtíðarsýn samtakanna Landsbyggðin lifi er að stuðla að myndun samstöðuhópa og félaga, helst í hverju sveitarfélagi landsins, og jafnframt að miðla upplýsingum og styrkja tengsl þeirra á milli, þeim til uppörvunar og leiðbeiningar og góðum málum til framdráttar.
 • Efla vitund ungs fólks um eigið samfélag, auka bjartsýni þess á framtíðina, gleði þess yfir landinu, náttúru þess og möguleikum á hverjum stað með því að hvetja það til þátttöku í samfélagsmálum.
 • Taka þátt í erlendu starfi sambærilegra félaga, bæði á Norðurlöndum og víðar í Evrópu.
 • Áhersla er lögð á gott samstarf aðildarfélaga innan LBL svo og við félagasamtök sem starfa í þeim anda að styrkja heimabyggð sína – alls staðar á landinu. Samtökin LBL eru óháð stefnumörkun stjórnmálaflokka.

Leiðir

 • Efla íbúalýðræði um allt land. Halda fundi og vekja athygli á kostum samstarfs.
 • Vakin verður athygli á samtökunum, m.a. með greinargerðum og pistlum í fjölmiðlum.
 • Senda frá sér ályktanir og athugasemdir um málefni líðandi stundar.
 • Taka þátt í samstarfi innanlands með félögum og einstaklingum um áhugaverð verkefni.
 • Vera þátttakendur í erlendu samstarfi og verkefnum m.a. með því að senda fulltrúa á fundi og ráðstefnur um byggðamál.
 • Stefna að því að vera þátttakendur í byggðaþingum.

Næstu skref

 • Vekja athygli á heimasíðu LBL, þar sem málefni líðandi stundar eru reifuð.
 • Landsbyggðin lifi – LBL, heldur áfram að kynna byggðastefnu sína og leita eftir samstarfi við ungt fólk um mótun hennar.
 • Efla samstarf við sveitarfélög og aðildarfélög.
 • Koma á sambandi við Byggðastofnun.

Skjal til útprentunar (pdf)

Fundarboð

Aðalfundur Landsbyggðarinnar lifi 2018 verður á Egilstöðum 3. nóvember n.k.

HNSL og Nordregion voru með fund á Dalvík 20. apríl 2018

 

European Rural Parliament

Þriðja Dreifbýlisþing Evrópu var haldið í Venhorst, Hollandi í október 2017. Ályktanir frá þinginu eru undir heimasíðu þess:

http://europeanruralparliament.com/

Ályktun 2017 á íslensku

Persónuafsláttur

Gamalt en gott!

Ályktun frá aðalfundi samtakanna Landsbyggðin lifi 2014, haldinn 28. september á Árskógsströnd í Dalvíkurbyggð.

Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi leggur til að persónuafsláttur verði hækkaður þannig að skattleysismörk verði jafnhá og lágmarksframfærsluviðmið einstaklings eins og þau eru metin af Velferðarráðuneytinu.  Það hlýtur að flokkast undir mannréttindi að vinna að þessu markmiði.